Lex Mundi - Guide to Doing Business

LOGOS er aðili að Lex Mundi, sem eru stærstu samtök óháðra lögfræðistofa í heiminum. LOGOS er eina íslenska lögmannsstofan í samtökunum en innan þeirra eru fleiri en 22.000 lögfræðingar í yfir 125 löndum.

Útsýni yfir tjörnina og miðbæ Reykjavíkur

LOGOS hefur því tryggan aðgang að framúrskarandi lögfræðiþjónustu og markaðsþekkingu á heimsvísu, sem er afar verðmætt fyrir viðskiptavini stofunnar.

Fyrirtæki innan Lex Mundi útbúa leiðbeiningarnar „Guide to Doing Business“ sem veita lagalega yfirsýn yfir viðskiptaumhverfi hvers lands fyrir sig og innihalda ýmsar upplýsingar sem geta reynst gagnlegar þegar móta á stefnu um alþjóðleg viðskipti eða þegar nýir markaðir eru kannaðir.

LOGOS hefur birt Guide to Doing Business in Iceland fyrir árið 2021 og er bæklingurinn aðgengilegur hér á síðunni: Gudie to Doing Business in Iceland.