LOGOS er framúrskarandi og til fyrirmyndar í rekstri

LOGOS hlaut í dag útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki sjötta árið í röð.

Merki LOGOS grafið í stein

Við erum þakklát og stolt af því að tilheyra hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2021. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

LOGOS er einnig í úrvalshópi 2,2% fyrirtækja landsins sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2021.

Það er mikill heiður að hljóta þessar viðurkenningar og þökkum við öflugu starfsfólki LOGOS þennan árangur.