LOGOS var lögfræðilegur ráðgjafi við útboð íslenska ríkisins á eignarhlut þess í Íslandsbanka

Í stærsta hlutafjárútboði á Íslandi til þessa og lokaskrefinu í einkavæðingu Íslandsbanka hf., veitti LOGOS umsjónaraðilum og söluaðilum ráðgjöf í tengslum við útboð íslenska ríkisins á 45,2% eignarhlut sínum í bankanum. Útboðstímabilinu lauk þann 15. maí sl., og var söluverð um 90,5 milljarðar króna. Þátttaka almennings var fordæmalaus en fleiri en 31.000 einstaklingar skráðu sig fyrir hlutum sem nema um 88 milljarða króna.

Af hálfu LOGOS var verkefnið leitt af Óttari Pálssyni og Frey Snæbjörnssyni en ásamt þeim komu Erna Leifsdóttir, Gunnar Smári Þorsteinsson, Jón Alfreð Sigurðsson og Kristján Óli Guðbjartsson að verkefninu.

Við þökkum öllum sem komu að verkefninu fyrir frábært samstarf og við óskum Fjármála- og efnahagsráðuneytinu til hamingju með niðurstöðuna.