Nýsköpunarvikan - stærsti viðburður ársins í nýsköpun á Íslandi

LOGOS er stoltur samstarfsaðili og þátttakandi í hátíðinni.

Ljósmynd frá nýsköpunarvikunni 2023

Iceland Innovation Week, stærsti viðburður ársins í nýsköpun á Íslandi, fer fram dagana 13.-17. maí, m.a. í Kolaportinu. LOGOS er einn helsti bakhjarl hátíðarinnar og styður með ráð og dáð.

Á hátíðinni mun Fannar Freyr Ívarsson, einn eigenda LOGOS, ásamt Jóni Inga Bergsteinssyni, fjárfesti, ráðgjafa og frumkvöðli, fara í saumana á lagalegu umhverfi sprotafyrirtækja og hvað þurfi að hafa í huga við stofnun, stækkun og sölu. Sjá nánar hér: https://www.innovationweek.is/wednesday/logos-from-startup-to-exit-legal-insights-for-entrepreneurs

Það er ávallt ánægjulegt að sjá hugmyndir frumkvöðla verða að veruleika og sprotafyrirtæki vaxa og dafna. LOGOS veitir fjölmörgum ört vaxandi fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf og aðstoðar þau í öllum áskorunum sem slík fyrirtæki standa frammi fyrir.

Hjá LOGOS starfar fjöldi sérfræðinga á réttarsviðum sem varða sprotafyrirtæki í vaxtaferli. Þannig veitir LOGOS ráðgjöf í tengslum við fjármögnun slíkra fyrirtækja sem og sérhæfða ráðgjöf á sviði hugverkaréttar, skattaréttar, upplýsingatækniréttar og félagaréttar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býr stofan að sterkum alþjóðlegum tengslum sem skipta miklu máli fyrir fyrirtæki sem herja á erlenda markaði.

Heildardagskrá hátíðarinnar ásamt skráningarhlekk má finna hér: https://www.innovationweek.is/

Sérfræðingarnir okkar