Róbert Spanó í Hörpu

LOGOS býður þér á fyrirlestur í Hörpu föstudaginn 10. febrúar.

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús Reykjavíkur

LOGOS lögmannsþjónusta býður þér á fyrirlestur í Hörpu þar sem Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, nú lögmaður hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni Gibson, Dunn & Crutcher LLP og prófessor við lagadeild HÍ, mun fara yfir forsetaárin sín í Strassborg auk þess að fjalla um hraða þróun alþjóðareglna um viðskipti og mannréttindi (business and human rights) og ESG (environment, social and governance).

  • Föstudagurinn 10. febrúar 2023
  • Kaffi og morgunhressing frá kl. 8.30
  • Fyrirlestur frá kl. 9.00-10.00

Vinsamlegast staðfestu mætingu þ.s. um takmarkað sætaframboð er að ræða.

Hlökkum til að sjá þig í Hörpu,
LOGOS lögmannsþjónusta

Skráning á viðburðinn

Í persónuverndarstefnu LOGOS má finna nánari upplýsingar um meðferð stofunnar á persónuupplýsingum þínum.