Stýrir skrifstofu LOGOS í London

Hlynur Ólafsson mun stýra skrifstofu LOGOS í London frá og með áramótum, en hann tekur við af Guðmundi J. Oddssyni sem hefur stýrt skrifstofunni frá opnun hennar árið 2006.

Mynd af Hlyni Ólafssyni, meðeiganda og forstöðumanni London skrifstofu

Hlynur Ólafsson mun taka við sem forstöðumaður skrifstofu LOGOS lögmannsþjónustu í London frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur við af Guðmundi J. Oddssyni sem hefur stýrt skrifstofunni frá opnun hennar árið 2006, en Guðmundur mun láta af störfum hjá LOGOS um áramótin.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu nýja hlutverki og hlakka til að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið hér í London undir forystu Guðmundar.“

- Hlynur í samtali við Viðskiptablaðið

Hlynur hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2013, fyrst í Reykjavík til ársins 2018 og síðan á skrifstofu stofunnar í London þar sem hann gerðist meðeigandi árið 2021. Um störf sín segir Hlynur: „Starfsemi stofunnar er fjölbreytt en það sem stendur mér næst, samhliða nýju hlutverki, er ráðgjöf til erlendra aðila í tengslum við fjárfestingar þeirra á Íslandi, kemur þar helst til aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja, fjármögnun og ýmis konar ráðgjöf varðandi veitingu fjármálaþjónustu yfir landamæri.“

Umfjöllunin í Viðskiptablaðinu.