Sigur fyrir héraðsdómi í máli Elkem Ísland ehf. gegn íslenska ríkinu

Í dag féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem viðurkennd var krafa Elkem um ógildingu úrskurðar ríkisskattstjóra.

Mynd af Jóni Elvari Guðmundssyni, lögmanni og meðeiganda á LOGOS

Málið varðaði úrskurð RSK sem hafnaði frádráttarbærni vaxtakostnaðar um árabil vegna samstæðufjármögnunar auk þess að beita 25% álagi, alls að fjárhæð ríflega eins milljarðs króna. Úrskurður RSK byggði að miklu leyti á 57. gr. laga um tekjuskatt um sniðgöngu sem embættið taldi eiga við um atvik máls. Héraðsdómur féllst á málsástæður stefnanda og taldi RSK hvorki hafa sýnt fram á að 57. gr. ætti ekki við né að kostnaðurinn væri ekki frádráttarbær. Ríkið var dæmt til greiðslu fjögurra milljóna króna í málskostnað.

Jón Elvar Guðmundsson lögmaður hjá LOGOS flutti málið fyrir Elkem.

Sérfræðingarnir okkar