Vátryggingaréttur og skaðabótaréttur

LOGOS hefur í áraraðir verið ein fremsta lögfræðistofa landsins á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar.

Fjölskylda í fríi á ferðalagi um Ísland, faðir ber lítinn son sinn á öxlunum að Skógafossi

Hjá LOGOS starfa lögmenn sem hafa sérhæft sig í vátrygginga- og skaðabótarétti.

Reynsla og sérfræðiþekking lögmanna LOGOS á þessu sviði nær til allra þátta réttarsviðsins, hvort sem um er að ræða heimtu slysabóta fyrir einstaklinga eða tryggingavernd fyrirtækja.

LOGOS hefur unnið fyrir stærstu tryggingafélög landsins og hefur með því aflað sér reynslu og sérfræðiþekkingar um ýmsar tegundir trygginga sem á sér ekki hliðstæðu hjá öðrum. Vinna þessi hefur fyrst og fremst verið fólgin í málflutningi vegna krafna sem gerðar eru á hendur þeim og annars konar ráðgjöf vegna uppgjörs á slíkum kröfum. Með þessari vinnu hefur LOGOS öðlast víðtæka reynslu og þekkingu á margskonar tryggingum. Sem dæmi má nefna líf- og sjúkdómatryggingar, heimilistryggingar og ökutækjatryggingar fyrir einstaklinga og fasteigna- og lausafjártryggingar, rekstrarstöðvunartryggingar, ábyrgðartryggingar og sjótryggingar fyrir fyrirtæki.

Með þessa þekkingu og reynslu getur LOGOS boðið einstaklingum og fyrirtækjum upp á hvers konar þjónustu á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar, þar með talið álitsgerð um bótaskyldu, kröfugerð, samning um bótauppgjör og rekstur dómsmáls.