Einar Baldvin Axelsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í sjó- og flutningarétti frá University of London. Hann hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2000 og á forvera LOGOS Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A á árunum 1991-1999. Einar Baldvin er einn af helstu sérfræðingum landsins í sjó- og flutningarétti og hefur séð um það réttarsvið á LOGOS sl. 27 ár. Þá hefur Einar Baldvin yfirgripsmikla starfsreynslu á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar og hefur flutt fjölda dómsmála á því réttarsviði fyrir héraðsdómi jafnt sem Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Einar Baldvin hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík í sjó- og flutningarétti, verið prófdómari við Háskóla Íslands í sjórétti og sinnt formennsku hjá Hinu íslenska sjóréttarfélagi.

Viðurkenningar
  • The Legal 500 Hall of fame - Einar Baldvin Axelsson

„Einar Baldvin has proven to be extremely important to our company. He is well read, experienced and works with honesty and professionalism to the very end. We are satisfied with his and his firm’s work. He has achieved very good and important results for our company.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar