Vinnuréttur

Um árabil hefur vinnuréttarsvið LOGOS veitt innlendum sem og erlendum vinnuveitendum og samtökum atvinnurekenda ráðgjöf á öllum sviðum vinnuréttar.

Góðir starfskraftar eru ómissandi hverjum rekstri en lykillinn að vel reknu fyrirtæki er ekki síður aðgangur að áreiðanlegri sérfræðiþekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á sviði vinnuréttar. Um árabil hefur vinnuréttarsvið LOGOS veitt innlendum sem og erlendum vinnuveitendum og samtökum atvinnurekenda ráðgjöf á öllum sviðum vinnuréttar. Við aðstoðum einkafyrirtæki og opinbera aðila, hvort sem um er að ræða viðkvæm stjórnendamál, daglega ráðgjöf eða aðstoð í dómsmálum.

LOGOS hefur mikla reynslu af því að aðstoða atvinnurekendur við gerð kjarasamninga og ráðningarsamninga og koma fram fyrir hönd vinnuveitenda í deilum við launþega og samtök þeirra, svo sem varðandi samkeppnis- og trúnaðarákvæði í ráðningarsamningum.

Hjá LOGOS fá viðskiptavinir fyrsta flokks ráðgjöf um vinnurétt og starfsmannamál bæði innanlands og á alþjóðavettvangi í samstarfi við erlendar lögfræðistofur. Við ráðleggjum fyrst og fremst atvinnurekendum en einnig stjórnum og stjórnarmönnum í mismunandi atvinnugreinum. Við leggjum áherslu á að ráðgjöf okkar sé praktísk og feli í sér verðmæti fyrir okkar viðskiptavini.

LOGOS fær fyrstu einkunn hjá The Legal 500 og er þekkt fyrir að veita ráðgjöf um allar hliðar vinnuréttar. Meðal helstu viðskiptavina okkar á þessu sviði eru mörg af stærstu félögum landsins sem og erlendir aðilar með útibú eða aðra starfsemi á Íslandi.

Helsti sérfræðingur LOGOS á sviði vinnuréttar er Ólafur Eiríksson lögmaður. Hann er dómari við Félagsdóm og er talinn leiðandi á Íslandi á sviði vinnuréttar hjá matsfyrirtækinu The Legal 500 auk þess sem hann sem hlýtur hæstu einkunn Chambers and Partners á sviði málflutnings.

Tengdar greinar