UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvu- og tæknigeiranum, fer fram 3.-4. febrúar nk. í Hörpu.
LOGOS verður með fyrirlestur á ráðstefnunni þar sem Katla Lovísa Gunnarsdóttir, lögmaður og verkefnastjóri á LOGOS, fjallar um hugverk í heimi sýndarveruleika. Þá verður LOGOS með sýningarbás á svæðinu þ.s. áhersla er lögð á kynningu á hugverka- og upplýsingatæknirétt sem og persónuvernd.
Upplýsingatækni, hugverkaréttur, fjarskipti og persónuvernd eru á meðal sterkustu starfssviða LOGOS, auk þess að vera þau svið lögfræðinnar sem hafa verið í hvað mestum vexti undanfarið. Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu og menntun á þessum sviðum, sem nýtist viðskiptavinum með ólíkar þarfir og úr ólíkum atvinnugeirum. Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækjanna The Legal 500 og Chambers and Partners er LOGOS í forystu á þessum sviðum og með framúrskarandi orðspor.
Helstu sérfræðingar LOGOS á sviði upplýsingatækniréttar og persónuverndar veita nánari upplýsingar.