Áslaug Björgvinsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún er með LL.M. gráðu í hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla. Áslaug er meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði hugverkaréttar og upplýsingatækniréttar, þ.á.m. í persónuverndarmálum og rafrænum viðskiptum. Þá hefur Áslaug víðtæka reynslu af almennri ráðgjöf við innlenda og erlenda viðskiptavini, af samningagerð og úrlausn deilumála. Hún hefur sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík, hjá Opna Háskólanum í Reykjavík og hjá Lögmannafélagi Íslands auk þess að halda fjölda fyrirlestra og námskeiða í tengslum við persónuvernd. Áslaug er varaformaður áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, sem úrskurðar í ágreiningsmálum m.a. varðandi einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd.

Viðurkenningar
  • Chambers Europe 2024 - Áslaug Björgvinsdóttir
  • The Legal 500 Leading Individual - Áslaug Björgvinsdóttir

„She is very knowledgeable, has great experience and is also very quick to gather new information and understand it. Her work is impeccable.“

- Chambers Europe Legal Guide

Tengdar fréttir og greinar