Lyfjaiðnaður og líftækniiðnaður

Lagaumhverfi lyfja- og líftækniiðnaðarins er umfangsmikið og flókið, sérstaklega hvað varðar skráningar- og leyfismál.

Vísindamaður við störf á rannsóknarstofu

Sérfræðingar LOGOS á sviði lyfjaiðnaðar og líftækniiðnaðar hafa víðtæka reynslu og hafa komið að stórum verkefnum með bæði innlendum og alþjóðlegum lyfja- og líftæknifyrirtækjum.

LOGOS hefur veitt ráðgjöf við stofnun fyrirtækja og stofnun útibúa alþjóðlegra stórfyrirtækja hér á landi. Hefur sú ráðgjöf snúið að samningagerð, leyfisveitingum og hagsmunagæslu fyrir stjórnvöldum og dómstólum á sviði lyfja- og líftækniiðnaðarins.

Hægt er að hafa samband við eigendur hér til hliðar varðandi mál á sviði lyfjaiðnaðar og líftækniiðnaðar.