Gunnar Sturluson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptarétti frá Háskólanum í Amsterdam. Gunnar hefur unnið hjá LOGOS frá árinu 2000 og hjá forvera LOGOS, Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A árin 1992-1999 og hefur verið meðeigandi frá 1995. Gunnar starfaði sem faglegur framkvæmdastjóri LOGOS á árunum 2001-2013. Gunnar hefur yfirgripsmikla starfsreynslu á sínum sérsviðum og hefur flutt fjölda dómsmála fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Á árunum 1995-2007 sinnti Gunnar kennslustörfum í samkeppnisrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum. Hann hefur verið í stjórn Arion banka frá 2019, í stjórn Sviðslistamiðstöðvar Íslands frá 2021, er stjórnarmaður í gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands og situr í stjórn Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Hann var stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. árin 2016-2017, stjórnarmaður í GAMMA hf. árin 2017-2019, stjórnarformaður Íslenska dansflokksins árin 2013-2016 og var kjörinn í landskjörstjórn af Alþingi 2013-2017. Gunnar var stjórnarformaður Internets á Íslandi hf., (ISNIC) um tíma. Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa atvinnu- og fjárfestingafyrirtækja. Gunnar hefur verið virkur í félagsmálum og var forseti FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga frá 2014 til 2023 og í stjórn frá 2011. Einnig hefur hann verið varaformaður Landssambands hestamannafélaga, formaður Hollvinasamtaka Stykkishólms, í stjórn Björgunarsjóðs Breiðafjarðar, í byggingarnefnd Gömlu Kirkjunnar í Stykkishólmi og tók þátt í að koma Vatnasafninu í Stykkishólmi á laggirnar.

Viðurkenningar
  • Chambers Global 2024 - Gunnar Sturluson
  • Chambers Europe 2024 - Gunnar Sturluson
  • The Legal 500 EMEA Recommended Lawyer 2022
  • IFLR1000 Highly Regarded 2023

„Our main contact, Gunnar Sturluson acts as our counsel in legal issues. He is extremely trustworthy, quick to answer any question and focuses on our interests as clients.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar