Stjórnsýsluréttur og skipulagsmál
LOGOS aðstoðar viðskiptavini sína í stjórnsýslumálum og veitir ráðgjöf eða kemur fram fyrir þeirra hönd í öllum samskiptum við stjórnvöld.
![Skrifstofa LOGOS lögmannsþjónustu við Efstaleiti 5, Reykjavík](https://images.prismic.io/logos-www/0ac8c86d-9e7b-4469-9721-8931215dddbe_Sveinsstofa+3.jpg?auto=compress%2Cformat&crop=focalpoint&fit=crop&fp-x=0.25&fp-y=0.49&w=1320&h=600)
Mikilvægi þekkingar á regluverki stjórnvalda fer vaxandi vegna aukinna krafna opinberra aðila varðandi umsóknir, tilkynningar og skýrslugerðir. Lögmenn LOGOS eru í stakk búnir til að veita ráðgjöf um meðferð stjórnsýslumála á öllum sviðum stjórnsýslunnar og að sjá um samskipti við stjórnvöld, m.a. varðandi eftirfarandi málaflokka:
- samkeppni
- fjármálaeftirlit og viðskipti á markaði
- persónuvernd
- skatta
- upplýsingarétt
- skipulagsmál
- ríkisaðstoð
- umhverfisrétt
- kærumál innan stjórnsýslunnar
- einkaréttarlega samninga við opinbera aðila
- mannréttindi - á hinum ýmsu sviðum
Hægt er að hafa samband við eigendur hér til hliðar varðandi mál á sviði stjórnsýsluréttar.