
Halldór Brynjar Halldórsson
Lögmaður, eigandi - Reykjavík
Halldór Brynjar Halldórsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti. Hann er með MA gráðu í samkeppnisrétti frá King‘s College í London. Helstu starfssvið Halldórs Brynjars eru málflutningur fyrir dómstólum og stjórnvöldum, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur, Evrópuréttur, kröfuréttur og gjaldþrotaréttur. Hefur Halldór tekið þátt í rekstri margra stærstu samkeppnismála hér á landi undanfarinn áratug, auk þess að búa yfir reynslu af rekstri fjölmargra umfangsmikilla ágreiningsmála fyrir dómstólum á öðrum réttarsviðum. Halldór Brynjar hóf störf hjá LOGOS árið 2007 og varð meðeigandi árið 2019. Halldór hefur sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík og gegnt starfi forseta dómstóls Skáksambands Íslands frá árinu 2012. Þá situr Halldór í áfrýjunardómstól KSÍ.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2007-
- Kaupþing banki, 2007
- Sýslumaðurinn á Akureyri, 2006
- Héraðsdómur Norðurlands Eystra, 2006
- King's College London, MA í evrópskum samkeppnisrétti, 2017
- Hæstaréttarlögmaður, 2017
- Héraðsdómslögmaður, 2010
- Háskólinn í Reykjavík, ML, 2009
- „Er þörf á millidómstigi í einkamálum?“, Tímarit Lögréttu, janúar 2010, 6. árg. 2. tbl.
- The Legal 500„Halldór Brynjar Halldórsson has been the steady rock in handling our legal affairs and his wide range of expertise has been very useful in our business for the last few years. He always seems to be able to provide quick feedback and trustworthy advice.“