Halldór Brynjar Halldórsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti. Hann er með MA gráðu í samkeppnisrétti frá King‘s College í London. Helstu starfssvið Halldórs Brynjars eru málflutningur fyrir dómstólum og stjórnvöldum, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur, Evrópuréttur, kröfuréttur og gjaldþrotaréttur. Hefur Halldór tekið þátt í rekstri margra stærstu samkeppnismála hér á landi undanfarinn áratug, auk þess að búa yfir reynslu af rekstri fjölmargra umfangsmikilla ágreiningsmála fyrir dómstólum á öðrum réttarsviðum. Halldór Brynjar hóf störf hjá LOGOS árið 2007 og varð meðeigandi árið 2019. Halldór hefur sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík og gegnt starfi forseta dómstóls Skáksambands Íslands frá árinu 2012. Þá situr Halldór í áfrýjunardómstól KSÍ.

Viðurkenningar
  • The Legal 500 Next Generation Partner 2023

„Halldór Brynjar Halldórsson has been providing high-quality legal services for many years and is always quick to reply and spot on regarding the needs for us as the client.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar