Mark Maghie er amerískur lögmaður með fjörtíu ára reynslu í lögfræði. Hann hefur búið og starfað í Reykjavík frá árinu 2016. Í Bandaríkjunum var hann fulltrúi viðskiptavina í fjölbreyttum viðskipta- og fyrirtækjamálum, með sérstaka áherslu á samruna og yfirtökur. Á Íslandi hefur hann starfað sem almennur ráðgjafi Kerecis Limited, íslensks fyrirtækis sem þróar, framleiðir og selur gervihúð úr fiskroði. Þar bar hann ábyrgð á öllum þáttum lögfræðilegra málefna félagsins og var hluti af leiðtogateyminu. Hann lét af störfum hjá Kerecis sumarið 2023 í kjölfar sölu félagsins í stærstu fyrirtækjaviðskiptum Íslandssögunnar. Mark hóf lögmannsstörf hjá LOGOS í desember 2023.