Fjármögnun fyrirtækja og fjármagnsmarkaðir

Stór hluti af verkefnum LOGOS tengist vinnu við hvers konar fjármögnun fyrirtækja og búa lögmenn okkar yfir víðtækri reynslu á þessu sviði.

Fundur í höfuðstöðvum LOGOS

Meðal viðskiptavina eru fyrirtæki, innlendar og erlendar fjármálastofnanir, fjárfestingasjóðir, lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar. Við veitum ráðgjöf um val milli fjármögnunarkosta og uppbyggingu fjármögnunar auk þess að sinna samninga- og skjalagerð.

LOGOS er aðili að Loan Market Association (LMA) og hefur því greiðan aðgang að formum og stöðlum sem notast er við á alþjóðlegum mörkuðum. Einnig höfum við víðtæka reynslu af því að veita erlendum lánveitendum íslensku bankanna ráðgjöf og álit í tengslum við fjármögnun bankanna á alþjóðlegum mörkuðum

LOGOS hefur einnig verið leiðandi á þeim sviðum sem varða verðbréf og viðskipti með þau en á stofunni starfa nokkrir af færustu sérfræðingum landsins á sviði verðbréfamarkaðsréttar. Helstu verkefni á þessum réttarsviðum varða kaup og sölu verðbréfa í ýmsum útfærslum, hvort heldur sem er við skráningu á markað eða í tengslum við viðskipti á eftirmarkaði.

LOGOS veitir fjölda skráðra félaga ráðgjöf um upplýsingagjöf og mat á upplýsingaskyldu. Einnig veitir LOGOS regluvörðum skráðra félaga og fjárfestum reglulega ráðgjöf í tengslum við tilkynningarskyld viðskipti, viðskipti aðila sem gegna stjórnunarstörfum og flagganir. Einnig kemur LOGOS reglulega að ráðgjöf varðandi yfirtökur og afskráningar.

Hægt er að hafa samband við eigendur hér til hliðar varðandi mál á sviði fjármögnunar fyrirtækja og fjármagnsmarkaðar.

„The team comprises of excellent individuals who have good knowledge and expertise.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar