Samrunar og yfirtökur

Sérfræðingar LOGOS hafa yfir að ráða víðtækri þekkingu á flestum sviðum atvinnulífsins og hafa komið að mörgum stærri samningum á Íslandi um yfirtökur og samruna fyrirtækja á undanförnum árum.

Fundarherbergi í höfuðstöðvum LOGOS í Reykjavík

Aðstoð LOGOS felur í sér nána samvinnu og ráðgjöf við viðskiptamenn, allt frá fyrstu hugleiðingum um viðskipti þar til kaup, sala eða samruni er í höfn. Heimild opinberra aðila til að ljúka viðskiptum, s.s. samrunatilkynningar eða heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka, kallar á mikilvæga ráðgjöf sem LOGOS veitir.

Sérfræðingar LOGOS hafa yfir að ráða víðtækri þekkingu á flestum sviðum atvinnulífsins og hafa komið að mörgum stærri samningum um yfirtökur og samruna fyrirtækja á undanförnum árum. Þessi þekking og reynsla tryggir að hagsmuna viðskiptamanna okkar sé gætt í hvívetna.

LOGOS hefur aðstoðað við fjölmargar yfirtökur og samruna fyrirtækja á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Mikilvægi faglegrar ráðgjafar á þessu sviði verður seint ofmetið þar sem oftar en ekki þarf að taka mið af flóknum lagareglum. Aðstoð LOGOS felur í sér nána samvinnu og ráðgjöf við viðskiptamenn, allt frá fyrstu hugleiðingum um viðskipti þar til kaup, sala eða samruni er í höfn. Þar á meðal er gerð áreiðanleikakannana, tilboðs- og samningagerð auk fjármögnunarsamninga.

Í tengslum við samruna og yfirtökur þarf oft heimild opinberra aðila, s.s. samkeppnisyfirvalda, fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands eða annarra eftirlitsstofnana. Meðal verkefna LOGOS á þessu sviði er liðsinni við tilkynningar og leyfisumsóknir í viðkomandi málum, auk ráðgjafar um tilkynningaskyldu og líklega afgreiðslu yfirvalda. Sömuleiðis er mikilvægt að huga vandlega að samskiptum og viðræðum við eftirlitsaðila um möguleg skilyrði fyrir samruna.

LOGOS hefur einnig unnið að fjölda verkefna fyrir seljendur fyrirtækja. Má í því sambandi nefna verkefni á borð við mat á söluaðferðum, áreiðanleikakannanir, undirbúning sölugagna auk vinnu við ítarlegar útboðslýsingar. Einnig lætur LOGOS í té álitsgerðir vegna tilkynningaskyldu og leyfisöflunar frá opinberum aðilum.

Samkvæmt matsfyrirtækinu The Legal 500 er LOGOS í fararbroddi í ráðgjöf vegna stórra fyrirtækjakaupa.

Helstu eigendur á þessu sviði eru Óttar Pálsson sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækjunum Chambers and Partners og IFLR1000 í flokki viðskipta- og félagaréttar, Þórólfur Jónsson sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækjunum Chambers and Partners, IFLR1000 sem og The Legal 500 í flokki viðskipta- og félagaréttar og Gunnar Sturluson sem fær háa einkunn hjá Chambers and Partners og IFLR1000 í flokki viðskipta- og félagaréttar.

„In-depth and comprehensive legal knowledge. Long standing practice and broad experience. Great team diversity.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar