Stephen McNeill sérhæfir sig í fyrirtækjalögfræði með áherslu á millilanda viðskipti í tengslum við samruna og yfirtökur, fjármögnun fyrirtækja og lánaviðskipti. Stephen hefur mikla reynslu af fjárfestingum og viðskiptum norrænna fyrirtækja í Bretlandi. Stephen starfaði áður hjá tveimur af virtustu alþjóðlegu lögmannsstofunum í London. Fyrst hjá Milbank, Tweed, Hadley & McCloy LLP og síðar Orrick, Herrington & Sutcliffe LLP. Hann er skráður lögmaður hjá The Law Socitey of England & Wales. Stephen hóf störf hjá LOGOS í London árið 2021 og gerðist meðeigandi árið 2023.