Evrópuréttur- EES réttur

Íslenskt lagaumhverfi hefur á undanförnum árum orðið fyrir síauknum áhrifum af Evrópurétti vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Álitamálin sem upp koma, verða að sama skapi sífellt flóknari þegar Evrópurétturinn hefur áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja á ýmsan hátt.

Fáni Evrópusambandsins blaktir við himininn

Til að leysa úr þessum álitamálum þarf sérfræðiþekkingu bæði á efnisreglum Evrópuréttarins og samspili lagakerfis EES/EB og íslensks réttarfars.

Hjá LOGOS starfa sérfræðingar á ólíkum sviðum Evrópuréttar, sem hafa m.a. lokið framhaldsnámi við suma af bestu háskólum Evrópu, starfað hjá stofnunum EB og EFTA og starfað á sviði Evrópuréttar um árabil.

LOGOS hefur veitt bæði innlendum og alþjóðlegum aðilum ráðgjöf og gætt hagsmuna þeirra fyrir ESA, framkvæmdastjórn EB, EFTA-dómstólnum og dómstólum EB.

Helga Melkorka Óttarsdóttir er einn helsti sérfræðingur LOGOS í Evrópurétti. Hún hefur meðal annars annast kennslu í faginu við bæði Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá er LOGOS samkvæmt matsfyrirtækinu The Legal 500 framúrskarandi ráðgjafi í sviði EES- og samkeppnisréttar.

Hægt er að hafa samband við eigendur hér til hliðar varðandi mál á sviði Evrópuréttar - EES réttar.

„Experienced team with practical and hands-on approach. Solution driven.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar