Flugréttur, sjóréttur og landflutningaréttur
LOGOS hefur viðamikla reynslu í að veita ráðgjöf til viðskiptavina í flutningastarfsemi og er leiðandi á sviði flug-, sjó- og landflutningaréttar á Íslandi.

Ísland hefur um áraraðir verið miðpunktur fyrir fólks- og vöruflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku, bæði í lofti og á legi. Þá leiðir lega landsins til þess að flytjendur á vörum, til og frá landinu og milli staða á Íslandi sem og þeir sem bjóða upp á vöruflutninga með flugvélum og skipum hingað til lands og með bifreiðum innanlands, þurfa iðulega á sérfræðiaðstoð að halda á sviði flug-, sjó- og landflutningaréttar. Jafnframt krefst íslenskur sjávarútvegur eðli máls samkvæmt viðamikillar þekkingar á sjórétti. Af þessum sökum hafa lögmenn LOGOS sérhæft sig í flug-, sjó- og landflutningarétti og hafa í gegnum árin aflað sér mikillar reynslu og verið leiðandi á þessum réttarsviðum á Íslandi.
1. Flugréttur
Flugréttarsérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af fjármögnun flugvéla, kaupum og sölu flugvéla sem og réttindaskráningu á flugvélum. LOGOS veitir flugfélögum, leigusölum flugvéla, fyrirtækjum í flugvélaviðskiptum og bönkum ráðgjöf um hvers konar samningagerð tengda flugvélum, þ.ám. gerð kaup-, leigu- og fjármögnunarsamninga um flugvélar. Meðal viðskiptavina stofunnar á þessu sviði er Icelandair, m.a. varðandi samninga í tengslum við sölu, leigu og kaup á flugvélum.
LOGOS hefur enn fremur mikla reynslu af því að ráðleggja bönkum og fjármálastofnunum um fjármögnun flugvéla og veðtryggingar, sem og að leiðbeina leigusölum um leigu flugvéla. Þá hefur skrifstofa LOGOS í London reglulega haldið utan um alþjóðleg ágreiningsmál varðandi flugvélar. Auk þess hafa flugréttarsérfæðingar LOGOS veitt ráðgjöf í farm- og líkamstjónamálum.
2. Sjóréttur
Allt frá stofnun LOGOS árið 1907 hefur að minnsta kosti einn eigandi stofunnar sérhæft sig í sjórétti. Sérþekking og reynsla LOGOS á þessu réttarsviði er því einstök.
Sjóréttarsérfræðingar LOGOS hafa í gegnum árin aðstoðað innlend og erlend flutninga- og útgerðarfyrirtæki, sem og flutningsmiðlara, P&I klúbba, tryggingarfélög og einstaklinga, við mál sem tengjast sjórétti. Má þar nefna allt sem tengist farmkröfum, flutningssamningum og annars konar samningum sem tengjast farmflutningum, leigusamningum um skip, sjóvátryggingum, skiprúmssamningum, slysum á skipverjum, skipasmíðum, kaupum og sölu skipa, skráningu skipa, björgun, niðurjöfnun sjótjóns og árekstri skipa o.s.frv. Hefur LOGOS komið á einn eða annan hátt að flestum dómsmálum hér á landi tengdum sjórétti undanfarin ár.
Meðal innlendra viðskiptavina okkar á þessu sviði er, Eimskipafélag Íslands hf. (Eimskip). Þá veitir LOGOS reglulega ráðgjöf til íslensku tryggingafélaganna sem og Landhelgisgæslu Íslands. LOGOS er umboðsmaður nokkurra P&I klúbba, þar með talið Nordisk Skibsrederforening, The Shipowners, North of England og The Standard Club. Auk þess hefur innviðaráðuneytið leitað til LOGOS vegna lagasetningar á þessu sviði.
3. Landflutningaréttur
LOGOS hefur veitt margskonar ráðgjöf og flutt dómsmál á þessu réttarsviði, bæði fyrir flytjendur, farmeigendur og vátryggingafélög. Þá átti einn af sérfræðingum LOGOS í landflutningarétti sæti í starfshópi á vegum samgönguráðuneytisins (nú innviðaráðuneyti) um setningu landflutningalaga árið 2010.
- The Legal 500„LOGOS has been outstanding in servicing our company well. They are quick in replies and always solve matters with professionalism and with good results.“