Erlendur Gíslason er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Erlendur hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2000 og þar á undan á forverum LOGOS, A&P lögmönnum og Málflutningsskrifstofunni Borgartúni 24, á árunum 1991-1999. Hann hefur verið eigandi frá árinu 1998. Erlendur hefur um árabil sérhæft sig í flugrétti og fjármögnun flugvéla og starfar á því sviði m.a. fyrir flugfélög, flugvélaleigufyrirtæki og fjármögnunaraðila. Auk þess hefur hann víðtæka starfsreynslu á sviði verktakaréttar og opinberra innkaupa. Erlendur hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og sat í laganefnd Lögmannafélags Íslands árin 1999-2004.

Viðurkenningar
  • The Legal 500 Leading Individual - Erlendur Gíslason

„Erlendur Gislason is a great lawyer with years of experience in the aviation industry. We have worked with him for many years and have always received top service.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar