Opinber innkaup

Sérfræðiþekking á öllum innkaupaferlum og hvers konar innkaupum - frá mati á útboðsskyldu til samningsloka og frá hefðbundinni mannvirkjagerð til flókinna einkaframkvæmdarverkefna.

Hönnunarstólar og borð í nútímalegu mötuneyti

LOGOS veitir bæði einkaaðilum og opinberum aðilum ráðgjöf á sviði löggjafar um opinber innkaup og framkvæmd útboða. Við veitum ráðgjöf um útboðsskyldu, um val á útboðsaðferðum og öðrum leiðum til að koma á fót verk-, þjónustu- eða vörukaupasamningum, um gerð forvals- og útboðsskilmála, við val á bjóðendum og tilboðum, sem og við gerð tilboða og samninga, og þ.m.t. tökum við þátt í samningaviðræðum fyrir hönd okkar umbjóðenda.

Lögmenn stofunnar hafa einnig viðamikla reynslu af meðferð ágreiningsmála á sviði opinberra innkaupa og útboða sem fara fyrir dómstóla eða kærunefnd útboðsmála.

Meðal verkefna má nefna:

  • innviðauppbygging á borð við vegagerð, gangagerð og virkjanir
  • útbúnaður fyrir sjúkrahús
  • farþegaflutningar
  • hugbúnaðargerð
  • arkitektaþjónusta
  • fjarskiptaþjónusta

Hægt er að hafa samband við eigendur hér til hliðar varðandi mál á sviði opinberra inkaupa.