Orkulöggjöf

LOGOS er í leiðandi stöðu í ráðgjöf við íslensk og erlend orku- og stóriðjufyrirtæki um öll helstu málefni á þessu síbreytilega réttarsviði.

Nesjavallavirkjun á Íslandi

Líkt og í flestum Evrópulöndum hefur raforkulöggjöf á Íslandi tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum misserum. Leiðandi staða landsins í þróun jarðvarmaorku og annarra umhverfisvænna leiða til raforkuframleiðslu hefur haft gríðarleg áhrif á íslenskan orkumarkað og fyrir vikið hefur löggjöfin á því sviði þurft að aðlagast hratt að breyttu umhverfi. Allar þessar breytingar hafa sett LOGOS í leiðandi stöðu í ráðgjöf við íslensk og erlend orkufyrirtæki og stóriðjufyrirtæki um öll helstu málefni á þessu síbreytilega réttarsviði.

LOGOS býr yfir rúmlega aldarlangri reynslu af íslensku lagaumhverfi og hefur teymið okkar bæði viðamikla þekkingu og víðtæka reynslu af íslenskri orkulöggjöf. Benedikt Egill Árnason, Hjördís Halldórsdóttir og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson eru helstu sérfræðingar LOGOS á þessu sviði og hafa tekist á við fjölmörg verkefni í tengslum við orkulöggjöf.