
Benedikt Egill Árnason
Lögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri - Reykjavík
Benedikt Egill Árnason er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er með LL.M. gráðu í alþjóðlegri fjármögnun frá King‘s College í London og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun. Helstu starfssvið Benedikts eru fyrirtækjaráðgjöf, samrunar og yfirtökur, auðlinda- og orkuréttur, og verktakaréttur. Benedikt hefur setið í laganefnd Lögmannafélags Íslands síðan 2019. Benedikt hóf störf hjá LOGOS árið 2005, varð meðeigandi árið 2013 og tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2022.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2005-
- Áfrýjunarnefnd samkeppnismála, 2004-2005
- King's College London, LL.M. í alþjóðlegri fjármögnun, 2009
- Próf í verðbréfamiðlun, 2008
- Héraðsdómslögmaður, 2006
- Háskóli Íslands, cand. jur., 2005
- Benedikt Egill Árnason, lögmaður, eigandi og framkvæmdastjóriÞað er mjög gefandi að vinna að fjölbreyttum verkefnum hjá LOGOS og leiða áframhaldandi uppbyggingu stofunnar með þeim öfluga hópi starfsfólks sem þar starfar.