Sjávarútvegur

LOGOS er leiðandi á sviði flug-, sjó- og landflutningaréttar sem og á sviði sjávarútvegsmála.

Íslenskur fiskveiðibátur

Lögmenn LOGOS hafa sérhæft sig í þessum réttarsviðum og hafa árum saman fengist við fjölmörg lögfræðileg málefni fyrir innlend og erlend fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á sviði sjóréttar og sjávarútvegsmála.

Meðal helstu verkefna á þessu sviði eru:

Fiskveiðistjórnunarkerfið: Ráðgjöf og greining í tengslum við fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Aðstoð við skilning á kerfinu, virkni þess og gildi sem skiptir sköpum fyrir alla sem fjárfesta eða eiga hagsmuna að gæta af kerfinu.

Smíði skipa: Gerð smíðasamninga um skip og aðstoð í deilumálum vegna þeirra. LOGOS hefur veitt Eimskip, Landhelgisgæslu Íslands og íslenskum útgerðum aðstoð við nýsmíði í Kína, Suður-Ameríku og Evrópu á grundvelli þeirra samningsforma sem almennt eru notuð við nýsmíði.

Kaup og sala fyrirtækja, aflaheimilda og notaðra skipa: Ráðgjöf og skjalagerð fyrir innlenda og erlenda kaupendur og seljendur við kaup og sölu aflaheimilda og fyrirtækja í sjávarútvegi. Samninga- og skjalagerð í tengslum við umboðssölusamninga og útflutning sjávarafurða. Ráðgjöf og gerð kaupsamninga um notuð skip fyrir kaupanda og seljanda. LOGOS hefur víðtæka reynslu þegar notast er við Norwegian SALEFORM 1993 og 2012.

Fjármögnun, endurskipulagning og skattar: Ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á sviði sjávarútvegsmála, beint og óbeint, endurskipulagningu félaga og skattalega meðferð. LOGOS er leiðandi á sviði skattaréttar og veitir víðtæka þjónustu á því sviði til útgerða og eigenda skipa.

Viðgerð á skipum: Aðstoð í deilumálum sem tengjast mistökum við viðgerð á skipum, bæði fyrir útgerðir, viðgerðaraðila og tryggingafélög þeirra.

Leigusamningar um skip: Ráðgjöf við gerð þurrleigusamninga um skip, sem og farmsamninga um skip eins og t.d. „Time Charter Party“ og „Voyage Charter Party“ ásamt aðstoð í deilumálum vegna þeirra.

Skipverjar og starfsmannamál: Gerð skiprúmssamninga, ráðningarsamninga og uppsögn skipverja og annarra starfsmanna. LOGOS hefur mikla reynslu í slysamálum sjómanna og hefur aðstoðað sjómenn, útgerðir og tryggingafélög í slíkum málum.

Tjón á farmi: Ráðgjöf fyrir farmflytjanda og farmsamningshafa (tjónþola) vegna alls sem tengist farmkröfum. LOGOS hefur komið að gerð flutningsskilmála og annarra skilmála Eimskips sem eðli málsins samkvæmt reynir mjög á í farmkröfumálum.

Björgunarmál: Aðstoð og ráðgjöf fyrir hið bjargaða skip og björgunarmenn. LOGOS hefur mikla reynslu af ákvörðun björgunarlauna eftir sérreglum siglingalaga og þeim aðgerðum sem grípa þarf til í kjölfar björgunar.

Aðstoð í sjóslysamálum: Ráðgjöf, fyrir eigendur og útgerðir skipa sem og vátryggingafélög, við árekstur skipa, strand og þegar skip hefur sokkið, t.d. varðandi fyrstu aðgerðir og meðferð krafna.

Hugverkaréttur og vernd viðskiptaleyndarmála: Margvísleg ráðgjöf í tengslum við þróun á nýjum tæknilausnum, við vernd á undirliggjandi hugverkaréttindum, s.s. einkaleyfum, höfundarétti, vörumerkjum og viðskiptaleyndarmálum og við gerð leyfissamninga.

Málflutningur á öllum sviðum og lausn ágreiningsmála: LOGOS tekur að sér málflutning í hvers konar sjávarútvegs- og sjóréttarmálum og hefur áratugareynslu af slíkum störfum. Hér má nefna farmkröfumál, slysamál, tjónamál, gallamál, skaðabótamál, árekstrarmál og björgunarmál.

LOGOS tók þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022 og var með bás á sýningarsvæðinu.

“The team has great experience and knowledge in the field. It is by far the best team for both the local and international markets. Their office in London is also one of the main hubs for maritime law.„

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar