Fyrsta sjálfbærniskýrsla LOGOS

Í nýafstaðinni grænni viku lagði LOGOS sérstaka áherslu á sjálfbærni og fræðslu á því sviði.

Mynd af Haraldi Andrew Aikman, Ólafi Arinbirni Sigurðssyni, Inga Poulsen og Helgu Melkorku Óttarsdóttur

Var m.a. haldinn vel sóttur morgunverðarfundur um sjálfbærnimál þar sem lögmenn LOGOS þau Helga Melkorka Óttarsdóttir, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson og Haraldur Andrew Aikman héldu erindi, auk þess sem Ingi Poulsen frá sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnun HR fjallaði um loftslagsmál sem rekin hafa verið erlendis fyrir dómstólum á undanförnum misserum.

Þá var einnig gerð opinber fyrsta sjálfbærniskýrsla LOGOS

LOGOS leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína á þeim sviðum sem varða sjálfbærni. Kemur þar bæði til lögfræðiþjónusta vegna einstakra verkefna, sem og fræðsla og miðlun þekkingar.

Sérfræðingarnir okkar