Hæstaréttardómar_hlið.jpg

Persónuvernd

Persónuupplýsingar geta verið verðmæt eign fyrirtækja. Á sama tíma er meðferð slíkra upplýsinga oft á tíðum vandmeðfarin með hliðsjón af þeim skyldum sem lagðar eru á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsinga.

Þann 15. júlí sl. tóku gildi ný persónuverndarlög hér á landi, er innleiddu reglugerð frá Evrópusambandinu, en nýju lögin fela í sér þær umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf í Evrópu í tvo áratugi.

Persónuverndarlögin leggja ríkar skyldur á alla þá sem vinna með persónuupplýsingar og brot á lögunum geta varðað háum fjársektum.

Lögmenn LOGOS eru leiðandi á þessu sviði og búa yfir mikilli reynslu sem nýtist viðskiptavinum við að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga.

Meðal verkefna LOGOS á þessu sviði má nefna:

  • Kortlagning og framkvæmd úttekta á vinnslu fyrirtækja og stofnana
  • Gerð persónuverndarstefna og reglna
  • Ráðgjöf um heimild til vinnslu og aðstoð við að svara beiðnum frá hinum skráðu
  • Gerð vinnslusamninga
  • Ráðgjöf um flutning á persónuupplýsingum
  • Gerð bindandi fyrirtækjareglna
  • Starf persónuverndarfulltrúa
  • Greining á hlutverkum við vinnslu og sambandi ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
  • Ráðgjöf í tengslum við notkun skýjalausna
  • Námskeið og fræðsla fyrir starfsmenn og stjórnendur

Samkvæmt álitsgjöfum matsfyrirtækjanna Legal500 og Chambers er LOGOS í forystu á þessu sviði og með framúrskarandi orðspor.

Hér má nálgast tengla á greinar sem sérfræðingar stofunnar hafa tekið saman. 

Póstlisti - persónuvernd

Óska eftir að fá send fréttabréf og aðrar upplýsingar varðandi reglur á sviði persónuverndar. Í persónuverndarstefnu LOGOS má finna nánari upplýsingar um meðferð stofunnar á persónuupplýsingum þínum.