Einkaþjónusta
LOGOS býður upp á einkaþjónustu (e. Private Client Services) fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra í tengslum við ýmis mál hér á landi sem og erlendis, sniðna að markmiðum og þörfum hvers og eins. Lögmenn stofunnar búa yfir reynslu á þessu sviði, þ.m.t. við gerð kaupmála, erfðaskráa og sambúðarsamninga.
Hjá einkaþjónustu LOGOS er haldið utan um gögn viðskiptavina í aðgangsstýrðum kerfum hjá stofunni og sameinast á þann hátt sérhæfð gagnavarsla við sérhæfða lögmannsþjónustu.
Þjónustan tekur til ýmissa þátta, m.a.:
- heildarskipulag fjölskyldumála og hvernig eignir og umráð þeirra færast milli kynslóða
- skipulag skattamála innanlands og erlendis
- skipulagningu einstakra erfðamála
- gerð kaupmála og erfðaskráa
- miðlun deilumála, þ.m.t. á milli hjóna eða sambúðarfólks eða í öðrum viðkvæmum aðstæðum sem þarfnast úrlausnar utan réttar ef mögulegt er
- skipulagningu eigna og eignarhalds á félögum
- viðskipta með verðbréf og hvers kyns fjárfestinga hérlendis og erlendis
- stofnunar félaga og sjóða hérlendis og erlendis
- samningagerðar
- öflunar og viðhalds gagna vegna viðskipta milli landa og upplýsingagjafar til yfirvalda og fjármálafyrirtækja (s.s. ALM, KYC, CRS og FATCA)
Fyrirtækjaþjónusta LOGOS sinnir einkaþjónustu beint við fjárfestingarfélög, fjármálafyrirtæki og sjóði sem auk þess sinna víðtækari þjónustu við ákveðna viðskiptavini sína. Sú þjónusta tekur m.a. til:
- stofnunar sjóða, gerð annarra stofnskjala vegna einstakra verkefna
- skattaleg álitaefni, þ.s. áhersla er lögð á hagkvæma skipulagningu fyrir sjóði og að greining tekna og gjalda verði lögum samkvæmt
- hýsing hlutafélaga í eigu erlendra viðskiptamanna og þjónusta við þau
- afmörkuð bakvinnsla vegna regluvörslu og upplýsingagjafar
- greining aðferða við kaup á eignum og/eða fyrirtækjum innanlands og erlendis
Kostir einkaþjónustu fyrir fyrirtæki á fjármálasviði felast í hagkvæmni útvistunar til sérhæfðrar lögmannsstofu sem getur brugðist hratt við aðkallandi verkefnum og býr að margbreytilegri reynslu. Með því að reiða sig á þekkingu og reynslu LOGOS geta fyrirtæki sparað sér tíma, fé og fyrirhöfn sem og áhættu sem felst í því að þjálfa eigið starfsfólk til að sinna verkefnum á hinum ýmsu réttarsviðum. Fyrirtæki í einkaþjónustu LOGOS tryggja þannig að sérfræðingar sínir verji tíma sínum og kröftum til að vinna að því sem þeir kunna best en eru með tengiliði við LOGOS sem sjá um lögfræðilega þætti.