Samkeppnisréttur

LOGOS er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi á sviði samkeppnisréttar. Sérfræðingar LOGOS í samkeppnisrétti hafa þannig komið að rekstri flestra stærstu samkeppnismála sem rekin hafa verið hér á landi á undanförnum árum.

Viðskiptafélagar takast í hendur

LOGOS veitir fjölþætta ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Má þar nefna ráðgjöf við samrunatilkynningar og hagsmunagæslu vegna mála sem eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu, svo sem mál sem varða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu og meint ólögmætt samráð. Þá veitir LOGOS ráðgjöf á sviði ríkisaðstoðar.

Þá gætir LOGOS hagsmuna margra stærstu fyrirtækja landsins í dómsmálum á sviði samkeppnisréttar, þar með talið vegna krafna um skaðabætur fyrir meint brot á samkeppnislögum.

Sérfræðingar LOGOS í samkeppnisrétti annast reglulega kennslu og námskeiðahald í faginu. Þá annast LOGOS reglulega úttektir innan fyrirtækja, svonefndar samkeppnisréttaráætlanir, sem ætlað er að koma í veg fyrir að samkeppnislagabrot eigi sér stað.

LOGOS fær hæstu einkunn á sviði samkeppnisréttar hjá matsfyrirtækinu The Legal 500.

Helstu eigendur á þessu sviði eru Helga Melkorka Óttarsdóttir sem fær viðurkenningu hjá matsfyrirtækinu Chambers and Partners og IFLR1000 í flokki viðskipta- og félagaréttar og er metin einstaklega hæfur lögmaður í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar hjá The Legal 500 ásamt því að fá titilinn framúrskarandi lögmaður í deilumálum. Gunnar Sturluson sem fær háa einkunn hjá Chambers and Partners og IFLR1000 og Halldór Brynjar Halldórsson sem er einn lögmanna hér á landi með tiltilinn „Next generation partner“ í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar sem og í málflutningi hjá matsfyrirtækinu The Legal 500.

„The LOGOS competition unit is a highly capable team that stands out in the market in terms of knowledge, experience and output.“

- The Legal 500

Tengdar fréttir og greinar