Samkeppnisréttur

LOGOS er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi á sviði samkeppnisréttar. Sérfræðingar LOGOS í samkeppnisrétti hafa þannig komið að rekstri flestra stærstu samkeppnismála sem rekin hafa verið hér á landi á undanförnum árum.

LOGOS veitir fjölþætta ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Má þar nefna ráðgjöf við samrunatilkynningar og hagsmunagæslu vegna mála sem eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu, svo sem mál sem varða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu og meint ólögmætt samráð. Þá veitir LOGOS ráðgjöf á sviði ríkisaðstoðar.

Þá gætir LOGOS hagsmuna margra stærstu fyrirtækja landsins í dómsmálum á sviði samkeppnisréttar, þar með talið vegna krafna um skaðabætur fyrir meint brot á samkeppnislögum.

Sérfræðingar LOGOS í samkeppnisrétti annast reglulega kennslu og námskeiðahald í faginu. Þá annast LOGOS reglulega úttektir innan fyrirtækja, svonefndar samkeppnisréttaráætlanir, sem ætlað er að koma í veg fyrir að samkeppnislagabrot eigi sér stað.

LOGOS fær hæstu einkunn á sviði samkeppnisréttar hjá öllum matsfyrirtækjum sem metið hafa stofuna hjá matsfyrirtækinu The Legal 500.

Helstu eigendur á þessu sviði eru Helga Melkorka Óttarsdóttir, sem fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu Chambers and Partners í flokki viðskipta- og félagaréttar og í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar hjá The Legal 500 og IFLR1000, Gunnar Sturluson sem fær háa einkunn hjá Chambers and Partners og IFLR1000 og Halldór Brynjar Halldórsson sem er einn lögmanna hér á landi metinn sem „Next generation lawyer“ í flokki Evrópuréttar og samkeppnisréttar af matsfyrirtækinu The Legal 500.

Tengdar greinar