Reykjavík

Erlendur Gíslason

Lögmaður, eigandi

Erlendur er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti og hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2000 og þar á undan á forverum LOGOS, A&P lögmönnum og Málflutningsskrifstofunni Borgartúni 24, á árunum 1991-1999. Hann hefur verið eigandi frá árinu 1998. Erlendur hefur um árabil sérhæft sig í flugrétti og fjármögnun flugvéla. Auk þess hefur hann víðtæka starfsreynslu á sviði verktakaréttar, eignaréttar, opinberra innkaupa ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu. Erlendur hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og sat í laganefnd Lögmannafélags Íslands árin 1999-2004.


Starfsferill
  • LOGOS lögmannsþjónusta, 2000- 
  • A&P lögmenn, 1995-1999
  • Málflutningsskrifstofan Borgartúni 24, 1991-1995
Menntun
  • Hæstaréttarlögmaður 1999
  • Universidad Autonoma de Barcelona, Evrópu- og flugréttur 1996-1998
  • Héraðsdómslögmaður 1992
  • Háskóli Íslands, cand.jur. 1991

Ritstörf
  • Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg réttindi í hreyfanlegum tækjum og bókun er varða loftför og búnað í loftförum. (2008). Tímarit Lögréttu, 5. árg., (1), 9-31
  • Hlutverk og ábyrgð byggingastjóra. (2005). Tímarit Lögréttu, 2. árg., (1), 63-79
  • Meðhöfundur að íslenskum kafla í Dispute Resolution Methods, a special issue of the Comparative Law Yearbook of international Business. London, 1994