Hugverkaréttur og upplýsingatækni

Hugverkaréttur, fjarskipti og upplýsingatækni eru á meðal sterkustu starfssviða LOGOS. Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu og menntun á þessum sviðum, sem nýtist viðskiptavinum með ólíkar þarfir og úr ólíkum atvinnugeirum.

Hönnunarstólar í beinni röð við svarta borðplötu

Hugverkaréttur, fjarskipti og upplýsingatækni eru á meðal sterkustu starfssviða LOGOS, auk þess að vera þau svið lögfræðinnar sem hafa verið í hvað mestum vexti undanfarið. Sérfræðingar stofunnar hafa mikla reynslu og menntun á þessum sviðum, sem nýtist viðskiptavinum með ólíkar þarfir og úr ólíkum atvinnugeirum.

Hugverkaréttindi eru oft á tíðum á meðal verðmætustu eigna fyrirtækja, hvort sem um er að ræða vörumerki, einkaleyfi, eða verk sem varin eru af höfundarétti, svo sem hugbúnaður, hönnun, byggingarlist á borð við arkitektateikningar, kvikmyndir, sjónvarpsefni, auglýsingar eða tónlist. Við aðstoðum viðskiptavini við að hámarka slík verðmæti á öllum stigum, við gerð, notkun og framfylgni réttinda.

Sérþekking lögmanna LOGOS liggur m.a. á eftirfarandi sviðum:

  • höfundaréttur
  • vörumerkjaréttur
  • einkaleyfaréttur
  • hönnunarvernd
  • verndun atvinnuleyndarmála og viðskiptaþekkingar (e. know-how)
  • fjarskiptaréttur
  • fjölmiðlaréttur, löggjöf er varðar hvers konar viðskipti á netinu og markaðsréttur

Verkefni LOGOS á sviðinu eru fjölbreytt. Má þar nefna ráðgjöf varðandi verndun hugverka, s.s. skráningarhæfi vörumerkja, og hvers konar samningagerð, þ. á.m. leyfissamningar og dreifingasamningar, samningar um gerð og notkun hugbúnaðar, útgáfu tónlistar, samninga við umboðsmenn, framsal á höfundarétti og gerð hvers konar skilmála er varða notkun á hugbúnaði og öðru hugverkavernduðu efni. Þá hafa sérfræðingar LOGOS rekið dómsmál og veitt annars konar aðstoð í ágreiningsmálum vegna óheimillar notkunar hugverka, þar með talið vörumerkja og einkaleyfa, sem og vegna ólögmætrar notkunar á hugbúnaði, galla í smíði og vegna vanefnda við innleiðingu lausna.

Auk þeirrar sérþekkingar sem við höfum á sviði hugverkaréttar höfum við möguleika á að setja saman teymi framúrskarandi sérfræðinga með lögmönnum af öðrum sviðum stofunnar þar sem við á og þannig veitt heildstæða ráðgjöf. Þannig vinna sérfræðingar okkar á sviði hugverkaréttar oftar en ekki með skattasérfræðingum og sérfræðingum af fyrirtækjasviði í tengslum við samruna og sölu á hugverkavernduðum eignum og með samkeppnisréttarsérfræðingum þegar kemur að leyfissamningum.

„LOGOS is the number-one intellectual property law firm in Iceland.“

- Chambers Europe

Tengdar fréttir og greinar