Málflutningur

LOGOS er leiðandi lögmannsstofa á sviði málflutnings og úrlausn ágreiningsefna hér á landi. Stærð stofunnar og yfirgripsmikil þekking sem finnst innan hennar á öllum réttarsviðum, veitir málflytjendum stofunnar einstakt samkeppnisforskot í dómsalnum.

Bókasafnið í höfuðstöðvum LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík

Á meðal lögmanna LOGOS eru sérfræðingar í málflutningi fyrir dómstólum, gerðardómum og stjórnvöldum, auk lögmanna með reynslu af málflutningi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og EFTA dómstólnum. Þeir veita ráðgjöf á öllum starfssviðum LOGOS og sjá um alla nauðsynlega hagsmunagæslu fyrir viðskiptavini.

Lögmenn LOGOS hafa víðtæka reynslu af rekstri mála á öllum helstu starfssviðum stofunnar, svo sem á sviði félagaréttar, skattaréttar, samkeppnisréttar, gjaldþrotaréttar, vátryggingaréttar, vinnuréttar og flutningaréttar.

Þá hafa lögmenn LOGOS umtalsverða reynslu af hagsmunagæslu og verjendastörfum fyrir viðskiptavini sem sæta rannsókn vegna meintra refsiverðra fjármuna- og efnahagsbrota, skattalagabrota og samkeppnisbrota.

LOGOS fær hæstu einkunn á sviði málflutnings hjá matsfyrirtækjunum The Legal 500 og Chambers and Partners. Meðal helstu eigenda stofunnar á þessu sviði má nefna Ólaf Eiríksson, Óttar Pálsson, Helgu Melkorka Óttarsdóttur, Hjördísi Halldórsdóttur, Heiðar Ásberg Atlason og Halldór Brynjar Halldórsson.

„The commercial awareness and quality of service provided by the law firm is very high. The lawyers have extensive knowledge and experience on the subject and they always respond quickly and deliver timely work.“

- Chambers Global Legal Guide

Tengdar fréttir og greinar