Erna Leifsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hlaut alþjóðlega vottun sem sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti (Certified Anti-Money Laundering Specialist – CAMS) frá samtökunum ACAMS (Association of Certified Anti-Money Laundering Specialists).

Starfssvið Ernu eru almenn fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun fyrirtækja, fjármálaþjónusta, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur, samrunar og yfirtökur. Erna hefur setið í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hún sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi, meðal annars var hún formaður Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og einnig starfaði hún sem hagsmunafulltrúi Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Erna hefur sinnt kennslu hjá Lögréttu frá árinu 2017. Erna hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2019.

Viðurkenningar