Freyr Snæbjörnsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er með LL.M. gráðu í alþjóðlegum bankarétti og fjármálum frá Edinborgarháskóla. Freyr hefur sérhæft sig á sviði fjármálamarkaða og regluverki þeirra. Við veitingu ráðgjafar til innlendra og erlendra fyrirtæki á þess sviði hefur hann öðlast djúpa og hagnýta sérþekkingu. Freyr hefur haldið fyrirlestra og námskeið um þetta efni og sinnt kennslu við Háskóla Íslands í námskeiðinu Fjármálamarkaðir. Freyr er hluti af banka- og fjármögnunarteymi LOGOS. Þá er Freyr helsti sérfræðingur stofunnar á sviði fiskeldis og sinnir reglulega ráðgjöf á því sviði og málum er varða kaup, sölu og fjármögnun slíkra fyrirtækja. Freyr hóf störf hjá LOGOS árið 2013 og varð meðeigandi árið 2023.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2013-
- Motus og Lögheimtan, 2012-2013
- Edinborgarháskóli, LL.M. í alþjóðlegum bankarétti og fjármálum, 2018
- Héraðsdómslögmaður, 2016
- Háskóli Íslands, mag. jur., 2014
- Háskóli Íslands, BA í lögfræði, 2012
- IFLR1000„Hard-working and technically good. Good communications.“