Þórólfur Jónsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu frá lagadeild Harvard háskóla og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun. Þórólfur starfaði á Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A, forvera LOGOS, árið 1999 og hjá LOGOS árin 2000-2001 og 2002-2004 og síðan frá árinu 2009. Hann var framkvæmdastjóri félagsins árin 2019-2022. Árið 2001 var Þórólfur aðstoðarmaður dómara í Hæstarétti Íslands. Þórólfur starfaði sem lögfræðingur og síðar framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kaupþingi banka og síðar Arion banka árin 2004-2009. Þórólfur hefur góða þekkingu á atvinnulífinu, hann situr í stjórn og framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs og hefur sinnt ýmsum stjórnarstörfum í íslenskum fyrirtækjum. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess eru helstu starfssvið Þórólfs samrunar og yfirtökur, fjármagnsmarkaðir, fjármálaþjónusta og regluverk, fjárhagsleg endurskipulagning og málflutningur. Þórólfur er hluti af banka- og fjármögnunarteymi LOGOS. Þá hefur Þórólfur sinnt stundakennslu við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Viðurkenningar
  • Chambers Global 2022 -Thórólfur Jónsson
  • Chambers Europe 2022 -Thórólfur Jónsson

„Þórólfur is top-class, an expert in his field of law, and gets things done effortlessly. He is our preferred go-to person in many different cases..“

- Legal 500 on Commercial, corporate and M&A