Skattaréttur

Sérfræðingar LOGOS veita ráðgjöf varðandi innlendan og alþjóðlegan skattarétt og koma fram fyrir þeirra hönd í samskiptum við skattyfirvöld og við flutning mála fyrir dómstólum.

Hjá LOGOS eru sérfræðingar sem hafa að baki sérnám í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum við innlenda og erlenda háskóla og áratuga reynslu af fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum, hvort heldur þau varða ráðgjöf, flutning kærumála eða dómsmála.

Ráðgjöf varðandi íslenskan eða alþjóðlegan skattarétt getur m.a. varðað eftirfarandi:

  • skipulag fjárfestinga, innanlands og erlendis
  • tvísköttunarsamninga
  • milliverðlagningu
  • túlkun ákvæða skattalaga
  • virðisaukaskatt
  • tolla og frísvæði
  • rekstur mála fyrir skattyfirvöldum og dómstólum
  • aðstoð vegna skattrannsóknar

Hægt er að hafa samband við sérfræðinga hér til hliðar varðandi mál á sviði skattaréttar.

Tengdar greinar