Reykjavík

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson

Lögmaður, eigandi

Ólafur Arinbjörn er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti. Ólafur Arinbjörn hefur mikla reynslu af fjölbreyttri lögfræðiþjónustu við viðskiptalífið og hefur lagt megináherslu á verðbréfamarkaðsrétt, fjármögnun fyrirtækja og regluverk á sviði fjármálaþjónustu og regluverks. Þá eru einnig hans helstu sérsvið félagaréttur, fjárhagsleg endurskipulagning, samrunar og yfirtökur og raforkusamningar. Ólafur Arinbjörn hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2003 og sem meðeigandi frá árinu 2006, en áður starfaði hann hjá Kauphöll Íslands. Ólafur Arinbjörn hefur sinnt stundakennslu við viðskiptadeild Háskóla Íslands, lagadeild háskólans á Bifröst og hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá var hann aðjúnkt árin 2006-2010 við lagadeild Háskólans í Reykjavík.


Starfsferill
  • LOGOS lögmannsþjónusta, 2003-
  • Kauphöll Íslands 1998-2003
Menntun
  • Leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti, 2019
  • Héraðsdómslögmaður, 2003
  • Háskóli Íslands, cand.jur., 1998