Reykjavík

Óttar Pálsson

Lögmaður, eigandi

Óttar er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í félaga-, banka- og verðbréfamarkaðsrétti frá University College í London. Óttar starfaði fyrst hjá A&P lögmönnum forvera LOGOS á árunum 1997-1999, sem eigandi hjá LOGOS 2001-2006 og síðan aftur frá árinu 2011. Óttar hefur undanfarin ár unnið mikið sem ráðgjafi fyrir erlenda fjárfesta m.a. fyrir kröfuhafa föllnu bankanna. Auk þess eru hans sérsvið: málflutningur, fjármögnun fyrirtækja og fjármagnsmarkaðir, fjármálaþjónusta og regluverk, félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf, fjárhagsleg endurskipulagning, samrunar og yfirtökur. Óttar situr í stjórnum Kaupþings ehf. og ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.)


Starfsferill
 • LOGOS lögmannsþjónusta síðan 2011
 • ALMC hf., áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf., forstjóri 2009-2010, framkvæmdastjóri regluvörslu- og lögfræðisviðs 2006-2009
 • LOGOS lögmannsþjónusta 1997-2006
 • A&P lögmenn sf. 1997-2000
Menntun
 • Hæstaréttarlögmaður 2005
 • University College London, LL.M. í félaga-, banka- og verðbréfamarkaðsrétti 2001
 • Héraðsdómslögmaður 1998
 • Háskóli Íslands, cand.jur. 1997
Tungumál
 • Enska
Kennsla
 • Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands í hlutafélagarétti með áherslu á stjórnskipulag hlutafélaga og ábyrgð stjórnenda
Ritstörf
 • Skaðabótaábyrgð aðildarríkja EES-samningsins gagnvart einstaklingum og lögaðilum. (1998).Tímarit lögfræðinga, 48. árg. (2),  124-151
 • Ráðgefandi álit EFTA dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur gegn íslenska ríkinu – meginregla um skaðabótaábyrgð. (1999). Tímarit lögfræðinga, 49. árg. (2), 111-140
 • Nokkur orð um dóm Hæstaréttar 16. desember 1999 í máli 236/1999. (2000) Úlfljótur, 53. Árg. (1),  95-101
 • Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins – þróun, samanburður og staða Íslands. Úlfljótur,  Reykjavík 2003 (ásamt Stefáni Má Stefánssyni)
 • Kafli um Ísland í European Civil Practice (ritstj.: Alexander Layton og Hugh Mercer), Thomson – Sweet & Maxwell, London, 2004 (ásamt Ragnari Aðalsteinssyni)
Félags og trúnaðarstörf
 • Situr í stjórn ALMC hf. (áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf.) 
 • Situr í stjórn Lögmannafélags Íslands
 • Hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir og setið í stjórnum nokkurs fjölda fyrirtækja á undanförnum árum, þar á meðal í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja innan Straums-samstæðunnar