Reykjavík

Þórólfur Jónsson

Lögmaður, eigandi

Þórólfur er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu frá lagadeild Harvard háskóla og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun. Þórólfur starfaði á Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A, forvera LOGOS, árið 1999 og hjá LOGOS árin 2000-2001 og 2002-2004 og síðan frá árinu 2009. Hann var framkvæmdastjóri félagsins árin 2019-2022. Árið 2001 var Þórólfur aðstoðarmaður dómara í Hæstarétti Íslands. Þórólfur starfaði sem lögfræðingur og síðar framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kaupþingi banka og síðar Arion banka árin 2004-2009. Þórólfur hefur góða þekkingu á atvinnulífinu, hann situr í stjórn Viðskiptaráðs og hefur sinnt ýmsum stjórnarstörfum í íslenskum fyrirtækjum. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess eru helstu starfssvið Þórólfs samrunar og yfirtökur, fjármagnsmarkaðir, fjármálaþjónusta og regluverk, fjárhagsleg endurskipulagning og málflutningur. Frá árinu 1999 hefur hann sinnt stundakennslu við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.


Starfsferill
 • LOGOS lögmannsþjónusta 2009-
 • Kaupþing banki, 2004-2009
 • LOGOS lögmannsþjónusta 2002-2004
 • Hæstiréttur Íslands, 2001
 • LOGOS lögmannsþjónusta 1999-2001
Menntun
 • Hæstaréttarlögmaður 2016
 • Löggiltur verðbréfamiðlari 2009
 • Harvard Law School, LL.M. 2002
 • Héraðsdómslögmaður 2000
 • Háskóli Íslands, cand.jur. 1999
Ritstörf
 • Ásamt Jóhannesi Sigurðssyni. Verðbréfamarkaðsréttur. Codex. Reykjavík, 2004
 • Yfirtökutilboð (kandídatsritgerð), útg. 1999