Reykjavík
Fannar Freyr Ívarsson
Lögmaður, verkefnastjóri
Fannar er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er með LL.M. gráðu frá University of California, Berkeley, með sérhæfingu í félaga- og viðskiptarétti með áherslu á tækninýjungar. Fannar hefur í störfum sínum lagt megináherslu á félaga- og fjármunarétt, einkum í tengslum við hvers konar fjármögnun fyrirtækja og ráðgjöf til vísissjóða (e. venture capital funds). Auk þess sem Fannar hefur sinnt verkefnum á sviði flugréttar, stjórnsýsluréttar og málflutnings. Fannar hefur sérhæft sig í álitefnum varðandi fjártækni (e. fintech), þ.m.t. bálkakeðjum (e. blockchain), og þeim lagalegu áskorunum sem nýsköpun á því sviði stendur frammi fyrir. Fannar hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2010.
Starfssvið
Starfsferill
- LOGOS lögmannsþjónusta síðan, 2010-
- Síminn hf., 2009-2010
- Tollstjórinn í Reykjavík, 2008-2009
Menntun
- UC Berkeley School of Law, LL.M., Fulbright styrkþegi, 2018
- Héraðsdómslögmaður, 2014
- Háskóli Íslands, mag.jur., 2012
- Kaupmannahafnarháskóli, Nordplus styrkþegi, 2011
- Háskóli Íslands BA í lögfræði, 2010