Reykjavík

Gunnar Sturluson

Lögmaður, eigandi

Gunnar er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M gráðu í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptum frá University of Amsterdam. Gunnar hefur unnið hjá LOGOS frá því árið 2000 og hjá forvera LOGOS, Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A árin 1992-1999. Gunnar var faglegur framkvæmdastjóri LOGOS á árunum 2001-2013. Helstu starfssvið Gunnars eru á sviði félagaréttar, samkeppnisréttar, samruna og yfirtöku félaga (kaup og sala), Evrópuréttar, fjárhagslegrar endurskipulagningar, og málflutnings.


Starfsferill
 • LOGOS lögmannsþjónusta síðan 2000, faglegur framkvæmdastjóri LOGOS 2001-2013
 • Málflutningsskrifstofan 1992-1999
Menntun
 • Hæstaréttarlögmaður 1999
 • University of Amsterdam, LL.M í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptum 1995
 • Héraðsdómslögmaður 1993
 • Háskóli Íslands, cand.jur. 1992
Tungumál
 • Enska
Kennsla

Stundakennari í samkeppnisrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1995-2007

Félags og trúnaðarstörf
 • Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) frá maí 2016
 • Forseti FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestamannafélaga síðan janúar 2014
 • Stjórnarformaður Íslenska dansflokksins, skipaður af Menntamálaráðuneytinu
 • Kjörinn af Alþingi í Landskjörstjórn 2013
 • Varaformaður Landssambands hestamannafélaga 2010-2012
 • Formaður kjörnefndar Samtaka verslunar og þjónustu 2008-2012
 • Formaður Hestamannafélagsins Snæfellings frá 2008 
 • Varamaður í stjórn Viðskiptaráðs Íslands 2007-2012 
 • Í fulltrúaráði Samtaka verslunar og þjónustu frá 2006
 • Í stjórn björgunar- og sjúkrasjóðs Breiðafjarðar
 • Stofnandi og eigandi Hrísdalshesta frá árinu 2003
 • Varamaður í stjórn Lögmannafélags Íslands 2002-2004
 • Framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators 1990-1991
 • Formaður Orators, félags laganema 1988-1989