Reykjavík

Gunnar Sturluson

Lögmaður, eigandi

Gunnar er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptum frá Háskólanum í Amsterdam. Gunnar hefur unnið hjá LOGOS frá árinu 2000 og hjá forvera LOGOS, Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A árin 1992-1999. Gunnar starfaði sem faglegur framkvæmdastjóri LOGOS á árunum 2001-2013. Gunnar hefur yfirgripsmikla starfsreynslu á sínum sérsviðum og hefur flutt fjölda dómsmála fyrir héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Á árunum 1995-2007 sinnti Gunnar kennslustörfum í samkeppnisrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur sinnt ýmsum stjórnarstörfum. Í dag situr hann í stjórn Arion banka, hann var stjórnarmaður í GAMMA hf. árin 2017-2019, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. árin 2016-2017, er stjórnarmaður í gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands, forseti FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga frá 2014, stjórnarformaður Íslenska dansflokksins árin 2013-2016 og var kjörinn í landskjörstjórn af Alþingi 2013-2017.


Starfsferill
  • LOGOS lögmannsþjónusta, 2000-
  • Málflutningsskrifstofan 1992-1999
Menntun
  • Hæstaréttarlögmaður 1999
  • University of Amsterdam, LL.M. í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptum 1995
  • Héraðsdómslögmaður 1993
  • Háskóli Íslands, cand.jur. 1992