Reykjavík

Hjördís Halldórsdóttir

Lögmaður, eigandi

Hjördís er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún er með LL.M gráðu í lögum og upplýsingatækni frá Stokkhólmsháskóla. Hjördís hefur lengi verið einn af leiðandi lögmönnum á Íslandi á sviði upplýsingatækni og hugverkaréttar. Önnur sérsvið hennar eru kröfuréttur, þ.m.t. eins og hann varðar fjármálaþjónustu, málflutningur, verktakaréttur, opinber innkaup, og orkulöggjöf. Hjördís hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2000 og var hjá forvera LOGOS, A&P lögmönnum, árið 1999.


Starfsferill
 • LOGOS lögmannsþjónusta síðan 2000
 • A&P lögmenn 1999
 • Landbúnaðarráðuneytið 1998-1999
Menntun
 • Hæstaréttarlögmaður 2012
 • Stockholms Universitet, LL.M. í lögum og upplýsingatækni 2003
 • Héraðsdómslögmaður 1999
 • Háskóli Íslands, cand.jur. 1998
Tungumál
 • Enska
 • Skandinavísk tungumál
Kennsla
 • Ný persónuverndarlöggjöf. Lögmannafélag Íslands, 2017-2018
 • Ný persónuverndarlöggjöf. Opni Háskólinn, 2017-2018
 • Kennsla á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda frá 2008
 • Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 2001-2006
Ritstörf
 • Tjáningarfrelsi og einkalífsvernd. Persónuvernd í 25 ár: afmælisrit. Reykjavík. 2007
 • Enforcement of Copyright. Scandinavian Studies in Law Vol. 47. Ritstjóri Peter Wahlgren, Juridiska institutionen, Stokkhólmsháskóla 2004 (Kennsluefni við Stokkhólmsháskóla)
 • Yfirlit yfir önnur ný og breytt vanefndaúrræði. Rannsóknir í félagsvísindum IV, lagadeild. Ritstjóri: Viðar Már Matthíasson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2003
 • Tölvupóstur starfsmanna og einkalífsvernd. Lögberg, rit lagastofnunar Háskóla Íslands. Ritstjórar: Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2003
Félags og trúnaðarstörf
 • Framkvæmdastjóri Höfundaréttarfélags Íslands síðan 2008
 • Er sitjandi varamaður í Höfundaréttarnefnd og varamaður í stjórn Höfundaréttarfélags Íslands
 • Stjórnarmaður í Reginn ehf., Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Fasteignafélagi Íslands ehf. 2010-2012
 • Ritari stjórnar Lögmannafélags Íslands 2007-2008, varaformaður stjórnar 2008-2009
 • Skipuð formaður nefndar, af landbúnaðarráðherra, um málefni Framleiðsluráðs landbúnaðarins 1999-2000
 • Samninganefnd ráðuneyta fjármála og landbúnaðar um samninga við Bændasamtök Íslands á grundvelli búnaðarlaga 1998-1999